nóvemberblogg vegna kulda
Eitthvað til að missa vatnið yfir
Jæja, blogg mánaðarins.. þetta er nú að verða ansi vandræðalegt, þessi bloggleti...
En hugsa sér, ég hef ekki orðið veikur í ca 3 ár, þ.e. almennilega, en svo núna í kjölfar velheppnaðar airwaves hátíðar steinlá strákurinn bara í 2 vikur!! Fyrst var það flensan og svo einhver önnur leiðindapest sem náði að skella sér með flensunni og sá til þess að veikindadagarnir urðu enn fleiri. Nú, þetta hefði sussum geta verið verra, þ.e. að ég hefði þurft að liggja einn heima en, konan steinlá líka og því áttum við tvær yndislegar vikur, heima við með kertaljós, góðann pappír, nóg af hausverkjalifjum, og áttum fínar, nefmæltar, umræður, með snítupásum. Nú til að bæta gráu ofan á svart, að þá veiktist kötturinn líka!! Hann tók nú bara einn dag í það, eða eina nótt reyndar að æla út um alla íbúð, greiið litla, en svo hafði hann ekkert tíma fyrir einhver veikindi, hann þurfti nefnilega að nýta dýrmaætan tíma sinn í að hlaupa á eftir laufblöðum úti í garði.
Nú, þar sem Þórólfi tókst ekki að þrífa olíublettina úr buxum sínum lét hann af embætti borgarstjóra. En það sem hann hefði mátt prófa var að þrífa þær með bensíni.. virkar vel hef eg heyrt. Enda eru allir þessir gömlu samráðsforstjórar með bláa hanska sem hefði mátt slengja framan í Davíð og starta nýju óhróðarstríði í miðlum landsins. Það er nú þannig að ef að Reykjavíkurlistinn hefði bara beitt gömlu sjálfstæðisaðferðunum og bara þagað málið í hel þá hefði það ekkert skaðað þá vegna þess að allir vita að skammtíma minni íbúa Gunnarshólma er lítið sem ekki neitt, og í byrjun desember væru allir hættir að hugsa um þetta og orðnir haldnir ofsakvíða vegna jólanna.
Jæja nóg röfl í bili
Jæja, blogg mánaðarins.. þetta er nú að verða ansi vandræðalegt, þessi bloggleti...
En hugsa sér, ég hef ekki orðið veikur í ca 3 ár, þ.e. almennilega, en svo núna í kjölfar velheppnaðar airwaves hátíðar steinlá strákurinn bara í 2 vikur!! Fyrst var það flensan og svo einhver önnur leiðindapest sem náði að skella sér með flensunni og sá til þess að veikindadagarnir urðu enn fleiri. Nú, þetta hefði sussum geta verið verra, þ.e. að ég hefði þurft að liggja einn heima en, konan steinlá líka og því áttum við tvær yndislegar vikur, heima við með kertaljós, góðann pappír, nóg af hausverkjalifjum, og áttum fínar, nefmæltar, umræður, með snítupásum. Nú til að bæta gráu ofan á svart, að þá veiktist kötturinn líka!! Hann tók nú bara einn dag í það, eða eina nótt reyndar að æla út um alla íbúð, greiið litla, en svo hafði hann ekkert tíma fyrir einhver veikindi, hann þurfti nefnilega að nýta dýrmaætan tíma sinn í að hlaupa á eftir laufblöðum úti í garði.
Nú, þar sem Þórólfi tókst ekki að þrífa olíublettina úr buxum sínum lét hann af embætti borgarstjóra. En það sem hann hefði mátt prófa var að þrífa þær með bensíni.. virkar vel hef eg heyrt. Enda eru allir þessir gömlu samráðsforstjórar með bláa hanska sem hefði mátt slengja framan í Davíð og starta nýju óhróðarstríði í miðlum landsins. Það er nú þannig að ef að Reykjavíkurlistinn hefði bara beitt gömlu sjálfstæðisaðferðunum og bara þagað málið í hel þá hefði það ekkert skaðað þá vegna þess að allir vita að skammtíma minni íbúa Gunnarshólma er lítið sem ekki neitt, og í byrjun desember væru allir hættir að hugsa um þetta og orðnir haldnir ofsakvíða vegna jólanna.
Jæja nóg röfl í bili

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home